Um Leiksjoppuna

Vefverslunin Leiksjoppan.is var stofnuð árið 2021 með þá framtíðarsýn að leikur geti orðið enn stærri hluti af okkar daglega lífi. Að því sögðu viljum við bjóða upp á spennandi leikföng sem hvetja bæði börn og fullorðna í leik. Eigendum Leiksjoppunnar finnst allavega fátt skemmtilegra en að gleyma sér í leik og hlæja.

Verslunin selur í dag vörur frá fyrirtækjunum Fat Brain Toys og Yookidoo sem eru bandarískir leikfangaframleiðendur sem sérhæfa sig í breiðu vöruúrvali þroskaleikfanga fyrir allan aldur. Í hönnun leikfanga hjá Fat Brain Toys og Yookidoo er lögð rík áhersla á öryggi og gæði og hafa leikföng þeirra unnið til fjölda verðlauna á sínu sviði.