Skilareglur

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að sölureikningi sé framvísað sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.

Varan þarf að vera óopnuð og ónotuð í upprunalegri pakkningu.

Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil.  Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefinn út inneignarnóta eftir að varan er móttekin.

Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir eins lengi og Leiksjoppan er starfandi.

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.